Friday, September 30, 2011

Day of Non Violence / Dagur án ofbeldis / Dzień bez przemocy

We encourage all to take part in the Human Peace Sign at Klambratún on Sunday 2nd October at 8 pm. Day of Non Violence



The 2nd of October is Mahatma Gandhi´s birthday. This day is the United Nation´s Day of Non Violence, dedicated to the struggle for an existence without violence. On this occasion Samhljómur menningar heima (Convergence of Cultures) in cooperation and many organizations will help to form a big Human Peace Sign on Klambratún (see the attached poster in Icelandic and English)
The motto of the day this year is: “Let´s learn to resist the violence within ourselves and around us”
The aim of this day is to emphasize the need to deal with violence at it´s roots and point out that violence is a basic problem in to-day´s world. Violence is not only physical appearing in wars and physical fighting – it also appears as economic violence, psychological, religious, sexual and racial violence. Open and sincere communication and the golden rule of treating others as we want them to treat us should help us to ovecome the violence and move us nearer to our aim of an existence  without violence.
All organizations and individuals are encouraged to make this day an occasion to support this struggle. Organizations are encouraged to work on this theme in accordance with their sphere of work and individuals are encouraged to reflect on the violence as it manifests within ourselves and in our personal life.
This event is totally self-sustained, the selling of torches covers the cost of organization and all work is on voluntary basis and tools and equipment is provided by supporting individuals and other supporters like Seglagerðin Ægir, Tæki.is og Mannréttindaskrifstofa Reykjavíkurborgar. Volunteers from the Reykjavík section of the Red Cross help in case of accidents in handling the fire.
Seeds, organization of volunteers, will offer hot chocolate and link it with a game of quotations of Gandhi. After the formal ceremony there will be various happenings, improvised and prepared. Buddists from the organization SGI Iceland will chant and members of Við erum Litháar, will do a symbolic act of “laying down of arms” and people are encouraged to bring war toys, guns and such that can be use for this demonstration.
Participants are free to advertise the event in the media if they have financial means or will to do so.
This is the 3rd year of the Human Peace Sign. It started as an event in “The World March for Peace and Non Violence” and it has now become a yearly event.
In the first year 2009 the main speaker was from Samhljómur menningarheima (Convergence of Cultures), last year the Indian Ambassador held the main speech and this time the main speaker - Harpa Stefánsdóttir - comes from Samtök Hernaðarandstæðinga (an organization against wars).

We encourage all to take part in this peaceful event,

For the preparation team,
Ragnar Sverrisson

The supporting participants of this event are:

AUS, ESN, FFWPU, Húmanistaflokkurinn, Ísland Panorama, Kvenfélagasamband Íslands, KSÍ, Litháísk-íslenska félagið, Við erum Litháar, Mannréttindaskrifstofa Reykjavíkurborgar, MFÍK, Salsafélag Íslands, Samhljómur menningarheima,  Samtök hernaðarandstæðinga, SEEDS, SGI á Íslandi, UN WOMEN, UNICEF, UPF, World Harmony Run, Society of new Icelanders, Seglagerðin Ægir, Tæki.is, Vinir Afríku.


-----

Við hvetjum alla til að taka þátt í Mannlegu friðarmerki á Klambratúni sunnudaginn 2. okt. kl. 20.00.
Dagur án ofbeldis

2. október er fæðingardagur Mahatma Gandhi og hafa Sameinuðu þjóðirnar tileinkað daginn baráttunni fyrir tilveru án ofbeldis. Af því tilefni standa Samhljómur menningarheima ásamt fjölmörgum samtökum á Íslandi fyrir Mannlegu friðarmerki á Klambratúni (sjá viðfest plakat á íslensku og ensku).
Yfirskrift dagsins í ár verður: „Lærum að sporna gegn ofbeldinu innra með okkur og í umhverfinu”.
Tilgangurinn með þessum baráttudegi er að leggja áherslu á nauðsyn þess að ráðast að rótum ofbeldisins, og benda á að ofbeldi er grundvallarvandamál okkar tíma. Það er ekki aðeins líkamlegt og birtist í stríði og líkamsárásum – það birtist einnig sem efnahagslegt ofbeldi, sálrænt, trúarlegt, kynferðislegt og kynþáttabundið ofbeldi. Opin og einlæg samskipti og hin gullna regla að koma fram við aðra eins og við viljum að aðrir komi fram við okkur ætti að hjálpa okkur að vinna bug á ofbeldinu og nálgast takmark okkar um tilveru án obeldis.
Allir - samtök og einstaklingar eru hvattir til að gera þennan dag að tilefni til þess að leggja þessari baráttu lið. Samtök eru hvött til að fjalla um málið í samræmi við starfssvið sitt og einstaklingar eru hvattir til að hugsa um ofbeldið eins og það birtist bæði í umhverfi okkar og hjá okkur sjálfum í persónulegu lífi og hvernig við getum spornað gegn því.
Verkefnið er algjörlega sjálfbært, sala kyndla stendur undir framkvæmdinni og öll vinna er unnin í sjálfboðavinnu og tæki og tól eru  látin í té af stuðningsaðilum sem eru m.a. Seglagerðin Ægir, Tæki.is og Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar. Sjálfboðaliðar frá Reyjavíkurdeild Rauðakross Íslands sér hjálpa til meðal annars ef óhöpp verða í sambandi við eldinn.
Samtökin Seeds munu bjóða uppá heitt kakó og tengja m.a. leik með tilvitnunum í orð Gandhis. Að lokinni hinni formlegu athöfn munu verða ýmsar uppákomur sjálfsprottnar eða undirbúnar, t.d. munu búddistar úr félaginu SGI á Íslandi kyrja og félagar í samtökunum Við erum Litháar munu hafa táknræna athöfn um að "leggja niður vopnin" og er fólk hvatt til að koma með stíðsleikföng, byssur o.fl. sem hægt er að leggja niður.
Þátttakendum er frjálst að auglýsa daginn í fjölmiðlum ef þeir hafa fjárhag og/eða vilja til.
Þetta er 3. árið sem við stöndum fyrir þessum verkefni. Það byrjaði sem viðburður í verkefninu „Heimsganga í þágu friðar og tilveru án ofbeldis” og hefur þróast í að verða að árlegum viðburði.
Fyrsta árið var fulltrúi frá Samhljómi menningarheima aðal ræðumaður við Mannlegt friðarmerki, svo á síðast ári sendiherra Indlands og í ár verður aðal ræðumaður Harpa Stefánsdóttir frá Hernaðarandstæðingum.
Við hvetjum alla til að mæta og taka þátt í þessari friðarstund,

f.h. undirbúningshópsins,
Ragnar Sverrisson

Aðstandendur verkefnisins:

AUS, ESN, FFWPU, Húmanistaflokkurinn, Ísland Panorama, Kvenfélagasamband Íslands, KSÍ, Litháísk-íslenska félagið, Við erum Litháar, Mannréttindaskrifstofa Reykjavíkurborgar, MFÍK, Salsafélag Íslands, Samhljómur menningarheima,  Samtök hernaðarandstæðinga, SEEDS, SGI á íslandi, UN WOMEN, UNICEF, UPF, World Harmony Run, Society of new Icelanders, Seglagerðin Ægir, Tæki.is og Vinir Afríku.